Frontpage

Virðing - Gleði - Kærleikur

Upplestur í leikskólanum

Í tengslum við Júlíönu hátíð sögu og bóka sem haldin var í Stykkishólmi um s.l. helgi kom Jóhanna Gunnþóra og las bók sína Lofthrædda fjallageitin fyrir tvo elstu árganga leikskólans. Þetta er fyrsta bók hennar og ekki var annað að sjá en hún félli börnunum vel í geð. Á myndinni má sjá Jóhönnu lesa fyrir nemendur úr árgangi 2013.... lesa meira

Heimsóknardagur í leikskólanum

Föstudaginn 9. febrúar verður heimsóknadagur (áður ömmu og afadagur) í leikskólanum. Þá ætlum við að taka á móti gestum á milli klukkan 13:30 og 16:00. Ömmur og afar sérstaklega boðin velkomin jafnvel þó barnabörn þeirra séu ekki í Leikskólanum í Stykkishólmi. ... lesa meira