Foreldrafélag

Foreldrafélag

Stjórn foreldrafélagsins 2018-2019 skipa:

Steinunn Alva Lárusdóttir

Georg Pétur Ólafsson

Rósa Kristín Indriðadóttir

Ósk Hjartardóttir

Kári Hilmarsson

Berglind Ósk Kristmundsdóttir fulltrúi kennara: leikskoli@stykkisholmur.is / berglind.osk@stykk.is
 

Lög Foreldrafélags Leikskólans í Stykkishólmi

 1. Félagið heitir Foreldrafélag Leikskólans í Stykkishólmi. Félagsmenn eru foreldrar og forráðamenn barna í leikskólanum og ganga sjálfkrafa í félagið.
 2. Markmið félagsins er að tryggja sem best velferð barna í Leikskólanum í Stykkishólmi.
 3. Markmiði sínu hyggst félagið m.a. ná með eftirfarandi leiðum:
  ·        Að hvetja alla foreldra til þess að taka þátt í og hafa aukin áhrif á aðbúnað og störf leikskólans í fullu samráði við starfsfólk.
  ·        Að bjóða upp á fræðslufyrirlestra sem nýtast við uppeldi barna.
  ·        Að bjóða upp á afþreyingu og skemmtun til þess að lífga upp á tilveruna og byggja upp góðan félagsanda innan félagsins.
 4. Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi og skal skipuð 5 manns. Báðir foreldrar/forráðamenn sitja í stjórninni. Starfsfólk leikskólans á sér einn áheyrnarfulltrúa. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum og kýs formann, ritara og gjaldkera. Æskilegt er að ný stjórn skuli vera skipuð að minnsta kosti 2 fulltrúum úr fráfarandi stjórn.
 5. Aðalfundur skal haldinn árlega og vera til hans boðað með viku fyrirvara.
 6. Tillögur til lagabreytinga verða að hafa borist stjórn skriflega í síðasta lagi 5 dögum fyrir auglýstan aðalfund.
 7. Lagabreytingar ná því aðeins fram að ganga að 2/3 hlutar fundarmanna greiði þeim atkvæði.