Frétt

Sumarhátíð og hjóladagur í leikskólanum

Sumarhátíð leikskólans var haldin 19. júní s.l. og um leið hjóladagur. Lóðin var skreytt í tilefni dagsins og veðrið var alveg eins og við höfðum pantað.

Bílastæðunum var lokað og þar voru eldri börnin með hjólin sín en þau yngri sem voru á þríhjólum og litlum jafnvægishjólum hjóluðu inni á lóðinni.

  

Búið var að bóka lögguna til okkar í hjóla og hjálmaskoðun og biðu allir spenntir eftir því að fá skoðunarmiða á hjólin sín.

Úti um alla lóð voru skemmtileg verkefni s.s. málningartrönur, krítar, sápukúlur og boltar og boðið var upp á andlitsmálningu fyrir þá sem það vildu.

Pylsur voru grillaðar í hádeginu og þeim gerðar góð skil áður en sumir fóru og lögðu sig í hvíldinni sinni en aðrir eldri og orkumeiri héldu áfram af fullum krafti í leiknum.