Nám og kennsla

Nám og kennsla í leikskólanum í Stykkishólmi

Leikskólinn er fyrsta skólastig barnsins og þar fer kennslan aðallega fram í gegnum leikinn.
Undirstaða náms í leikskóla er því leikurinn, daglegt líf og lífsleikni. 
 
Leikskólinn starfar undir faglegri yfirstjórn Menntamálaráðuneytis og starfar samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008. 
 
Menntamálaráðuneytið gefur út Aðalnámskrá leikskóla á grundvelli 13. gr. laganna. Í henni eru markmið og leiðir sem leikskólar starfa eftir, en útfæra eftir eigin stefnu og áherslum. Ný aðalnámskrá var gefin út árið 2011.