Hópastarf

Hópastarf á Ási

    ,,Lubbi finnur málbein" er aðalþema vetrarins samfléttað við náttúruna og umhverfið.  

    ,, Virðing - gleði - kærleikur" eru einkunnarorð leikskólans og það sem starfið byggir á.

Vinátta - eineltisverkefni Barnaheilla á einnig að vera áberandi í starfinu.

 

Hópastarf er fjórum sinnum í viku, klukkan 10-11:40 mánudaga til fimmtudaga og eru skólastundir og skipulagðir málörvuntímar innan hópastarfsins. Einu sinni í viku er hver hópur í hópastarfi eftir hádegi (sjástundatöflu). Þema leikskólans undanfarin ár hefur verið ,,Náttúran, umhverfið og við" og umhverfismenntin þar stór þáttur, en skólinn er á ,,grænni grein". Í vetur ætlum við að vinna þetta út frá Lubba og málbeinunum hans og flétta öll námssvið og grunnþætti leikskólans saman í skapandi vinnu. Hóparnir, þ.e. börnin sjálf hafa mikið um það að segja hvernig starfið þróast. Hóparnir eru fjórir. Náttúran og umhverfið í kringum leikskólann er margbrotið og gefur mikla möguleika sem við komum til með að nýta okkur í vettvangsferðum og útiveru.

Allt starfið á að endurspegla einkunnarorð leikskólans ,,Virðing-gleði-kærleikur".

Í þemavinnunni styðjumst við við hina svokölluðu ,,Könnunaraðferð" og hér neðar á síðunni má sjá stutta lýsingu á aðferðinni, foreldrum til glöggvunnar, sem og hópaskiptingar.

Markmið með hópastarfi:

- að börnin læri að vinna saman í hóp og taki tillit til hvers annars.

- að börnin fái tækifæri til að vinna saman að fjölbreyttum verkefnum og þjálfa einstaka þroskaþætti.

- að börnin fari eftir reglum, þjálfist í að rökstyðja mál sitt og beri virðingu fyrir skoðunum annarra.

- að börnin öðlist öryggi innan hópsins og læri að takst á við verkefni sem lögð eru fyrir.

Könnunaraðferðin

Nafn aðferðafræðinnar lýsir henni nokkuð vel, að hluta að minnsta kosti, því hún byggir á áhuga barnanna, þ.e. hvað þau vilja kanna innan ákveðins ramma (þemasins).

            Aðferðin er þrepaskipt, í upphaf, miðbik og lok, og með henni er leitast við að samþætta öll námssvið einstaklingsins.  Fyrst og fremst er reynt að þjálfa vitræna þætti, aðrir þroskaþættir fylgja þá með, vegna þess hve fjölbreytni verkefna og þeirra leiða sem farnar eru  að markmiðum, er mikil.

            Yfirmarkmið aðferðarinnar er að mennta börn, efla ekki aðeins þekkingu og leikni, heldur einnig tilfinningar, siðgæði, viðhorf og fagurfræðilegt næmi.  Þeir sem aðhyllast þessa aðferð telja að nám sé mun líklegra til árangurs ef áhugi barnanna ræður ferðinni.  Áhugahvötin spilar því hér stórt hlutverk.  Það að börnin hafi ákveðið val um viðfansefni, er talið eitt af lykilatriðum að því að vekja áhuga barnsins fyrir náminu.  Vinnan er ferli sem felst í því að spyrja og rannsaka og getur tekið yfir, jafnt langan tíma sem styttri.

            Fyrsta þrep miðast að því að finna út hvað börnin vita um efnið og hvaða reynsla býr þar að baki.  Skoða þarf hvað börnin geta lært hvert af öðru og hvaða spurninga þau spyrja.  Það er gert með sem fjölbreyttustu aðferðum.  Umræður eru eitt af lykilatriðunum og því þarf að spyrja spurninga sem vekja þær.  Í gegnum frjálsa sköpun og leik, tjá börnin einnig vitneskju sína.  Bent er á að gott sé að skrá þekkingu barnanna upp í eins konar ,,vef”, til þess að fá yfirsýn yfir hana.  Einnig hentar sú aðferð vel til þess að starfsmenn geri sér grein fyrir þeim leiðum sem færar eru í átt að markmiðunum.

            Á öðru þrepi fer fram hin eiginlega rannsókn barnanna á viðfangsefninu jafnframt því sem umræðum og annarri vinnu af fyrsta þrepi er haldið áfram.  Rannsóknarvinna getur verið vettvangsferðir og tilraunir með efnið, þar sem börnin leita svara við þeim spurningum sem hafa vaknað í fyrri vinnu, um leið og nýjar spurningar kvikna.  Börnin vinna svo úr nýrri reynslu á sem fjölbreyttastan hátt og eftir eigin áhuga.  Áhugi barnanna, aldur og reynsla ráða því hversu djúpt er kafað.

            Á þriðja þrepi er vinnan metin og endurskoðuð.  Ákveðnir þættir eru síðan valdir til kynningar og komið á framfæri við aðra, t.d. með sýningu myndverka og ljósmynda, upplestri, leikrænni tjáningu, söng, hljóðfæraleik og fleira.

Söngbók

Söngur mun skipa háan sess í þemanu. Suma textana munum við læra utan að en aðra munum við læra að þekkja og vinna með innihald textans, allt eftir aldri og áhuga hvers hóps. Tákn með tali er notað þar sem undirstrikað er í textunum (sjá tmt.is). Söngbókina ,,Náttúran og við" má finna hér og söngbókin ,,Virðing-gleði-kærleikur" er hér.

Hópaskiptingar skólaárið 2018-2019

Hulda kemur inn í hópastarfið með stuðning og Ellý í skólastundirnar.

Árgangur 2013 A
Hópstjóri: Hjalti

Arndís Iða
Diljá Líf
Flóki Hrafn
Glódís Júlía
Hrafntinna Kristín
Reynir Axel
Þórveig Birta

Árgangur 2014 A
Hópstjóri: Ísól

Emiliana
Hjördís Ella
Hubert Gabriel
Kristrún Bjarney
Max
Sigurður Páll

Árgangur 2013 B

Hópstjóri: Aðalheiður

Arney Lilja
Astrid Nóra
Fenrir Flóki
Hafdís Birna
Heimir VIlji
Salka
Wojciech Ryszard

Árgangur 2014 B
Hópstjóri: Guðbjörg

Alex Ýmir
Ármann Ingi
Efemía Rafney
Gabríel Már
Hekla Bjartey
Kira Íris

Sjá nánar um hópastarfið og námssviðin í skólanámskránni.