Viðburðir

Afmælishátíð febrúarbarna

28.02.2020 -

Í dag höldum við upp á afmæli þeirra sem fæddir eru í febrúar.


Öskudagurinn í leikskólanum

26.02.2020 -

Í tilefni öskudagsins gerum við okkur dagamun, klæðumst heimatilbúnu búningunum okkar og skemmtum okkur saman. Ekki er farin öskudagsganga frá leikskólanum.


Konudags kaffi í leikskólanum

21.02.2020 -

Á konudaginn 21. febrúar bjóða nemendur þeim kvenmönnum sem skipa stóran sess í lífi þeirra í konudagskaffi kl. 15:00 (mæður, ömmur, langömmur, frænkur, vinkonur eða systur)


Dagur leikskólans - opin söngstund

06.02.2020 -

Í tilefni af degi leikskólans 6. febrúar munum við hafa opna söngstund kl. 15:30 þann dag og bjóðum alla áhugasama velkomna. Ýmislegt annað verður gert í leikskólanum í tilefni dagsins en nú eru 70 ár frá því fyrsta stéttarfélag leikskólakennara var stofnað.


Afmælishátíð janúarbarna

31.01.2020 -

Í dag höldum við upp á afmæli þeirra sem fæddir eru í janúar.