Viðburðir

Afmælishátíð desemberbarna

20.12.2019 -

Haldið verður upp á afmæli þeirra sem fæddir eru í desember föstudaginn 20. desember.


Litlu jólin og helgileikurinn

18.12.2019 -

Litlu jólin verða haldin miðvikudaginn 18. desember og hefjast með hinum hefðbundna helgileik kl. 10:30. Foreldrar elstu nemendanna mega koma og fylgjast með börnum sínum í helgileiknum en að því loknu verður dansað í kringum jólatréð og jafnvel fáum við sveinka í heimsókn.


Kirkjuferð skólanna í Stykkishólmi

10.12.2019 -

Sameiginleg kirkjuferð leik-, grunn- og tónlistarskólans kl. 10:30 í kirkjunni á Borginni. Þriðji bekkur GSS flytur helgileik og nemendur syngja og leika á hljóðfæri.


Rauður dagur í leikskólanum

06.12.2019 -

Föstudagurinn 6. desember verður rauður dagur í leikskólanum. Þá mætum við í eins rauðum fötum og við höfum tök á.


Jólaföndur foreldrafélagsins - Ás

05.12.2019 -

Foreldrafélag Leikskólans í Stykkishólmi stendur fyrir jólaföndri og samveru í sal leikskólans, Mostraskeggi kl. 15. Í dag eru það nemendur á Ási sem föndra með foreldrum sínum.


Jólaföndur foreldrafélagsins - Nes

04.12.2019 -

Foreldrafélag Leikskólans í Stykkishólmi stendur fyrir jólaföndri og samveru í sal leikskólans, Mostraskeggi kl. 15. Í dag eru það nemendur á Nesi sem föndra með foreldrum sínum.


Jólaföndur foreldrafélagsins - Vík

03.12.2019 -

Foreldrafélag Leikskólans í Stykkishólmi stendur fyrir jólaföndri og samveru í sal leikskólans, Mostraskeggi kl. 15. Í dag eru það nemendur á Vík sem föndra með foreldrum sínum.


Jólaföndur foreldrafélagsins - Bakki

02.12.2019 -

Foreldrafélag Leikskólans í Stykkishólmi stendur fyrir jólaföndri og samveru í sal leikskólans, Mostraskeggi kl. 15. Í dag eru það nemendur á Bakka sem föndra með foreldrum sínum.


Afmælishátíð nóvemberbarna

29.11.2019 -

Föstudaginn 29. nóvember verður haldið upp á afmæli þeirra sem fæddir eru í nóvember.


Rugludagur í leikskólanum

22.11.2019 -

Rugludagur er í leikskólanum föstudaginn 22. nóvember. Þá mætum við eitthvað ,,öfugsnúin" s.s. í öfugri peysu, í sitt af hvoru tagi sokkum og fleira sem okkur dettur í hug.