Fréttir

Rósa Kristín hættir og Hulda byrjar aftur

Í dag er síðasti dagur Rósu Kristínar í leikskólanum en hún hefur unnið hjá okkur í nokkur ár. Við þökkum Rósu fyrir vel unnin störf og góðar samverustundir og óskum henni velfarnaðar í nýjum verkefnum. Á mánudaginn byrjar svo Hulda iðjuþjálfi aftur eftir 5 mánaða frí. Við bjóðum Huldu velkomna aftur.

Aðalfundur foreldrafélagsins

Aðalfundur foreldrafélagsins var haldinn síðastliðinn þriðjudag og urðu smá breytingar á stjórn félagsins. Jóna Gréta lét af störfum formanns og sagði Viktor sig einnig úr stjórn félagsins. Í stað þeirra buðu sig fram Kári Hilmarson og Ósk Hjartardóttir. Steinunn Alva, Rósa Kristín og Georg Pétur buðu sig áfram í stjórn félagsins. Stjórnin mun svo skipta með sér verkum á fyrsta fundi. Í foreldraráði lét Guðrún Harpa Gunnarsdóttir af störfum og bauð Martin Markvoll sig fram. Fyrir sitja Ingunn Sif sem er formaður og Sigrún Erla.

Starfsmannabreytingar

Í síðustu viku hóf Guðbjörg Halldórsdóttir störf á Ási. Guðbjörg (Gugga) hefur reynslu af leikskólakennslu úr Leikskólanum Andabæ á Hvanneyri og hún hefur einnig starfað með unglingum í félagsmiðstöðvum. Við bjóðum hana velkomna til okkar. Sigrún leikskólastjóri er farin í námsleyfi í eitt ár og tók Elísabet Lára (Ellý) við leikskólastjórn 1. september s.l. og þá um leið tók Berglind Ósk við stöðu aðstoðarleikskólastjóra og umsjón með sérkennslu.

Hálfur starfsdagur í leikskólanum

Á föstudaginn 14. september verður lokað hjá okkur kl. 12 vegna starfsdags. Enginn hádegismatur er í leikskólanum þann dag.