Fréttir

Ellefta ferðin á eldfjallið

Þetta byrjaði allt með eldgosinu í Eyjafjallajökli fyrir 10 árum síðan. Eiginlega vorum við alveg viss um að gosið hafi hafist vegna þess að við sungum svo kröftuglega þennan veturinn lagið Eldinn úr tónverkinu Þúsaldarljóð eftir þá bræður Sveinbjörn I. og Tryggva M. Baldvinssyni.

Svipmyndir úr útikennslu

Í morgunhúmi í janúar staulast röð af börnum í gulum vestum með kennurunum sínum í gegnum skaflanna á leið frá leikskólanum og upp í Nýrækt, eða í skóginn eins og þau orða það. Sum ganga á hlið eða afturábak, ? með rassinn út í vindinn?, til að skýla andlitinu fyrir skafrenningnum, en þó eru öll glöð og brosandi. Maður lætur ekki veðrið á sig fá þegar maður er á leiðinni í ævintýri.

Lausar stöður-umsóknarfrestur til 12. júní 2020

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausar stöður frá og með 10. ágúst 2020 Um er að ræða þrjár 100% stöður leikskólakennara. Gerð er krafa um góða tölvu-og íslensku kunnáttu, færni í samskiptum er nauðsynleg og metnaður fyrir leikskólakennslu.

Útskrift úr Leikskólanum í Stykkishólmi

Það er stór stund bæði fyrir foreldra og nemendur þegar einu skólastigi líkur og spennublandin tilhlökkun fyrir því sem tekur við í nýjum skóla. Á dögunum fór fram formleg útskrift úr Leikskólanum í Stykkishólmi. Vegna samkomubanns og tilmæla um að halda fjarlægð var útskriftin að þessu sinni í Stykkishólmskirkju þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja.