Í hópastarfinu á mánudögum (2019K) og þriðjudögum (2019B) munu elstu börnin vinna markvisst að ýmsum stærðfræðitengdum verkefnum á meðan hinn hópurinn er í útikennslunni í skóginum. Við munum byrja á að skoða og leika okkur með formin á ýmsan hátt, talningu og ýmis fjölda- og stærðarhugtök og stundum skrá niðurstöður.
Skiptinemaheimsóknir við GSS verða í október en þá fáum við fyrstu bekkinga í heimsókn til okkar á meðan að hópur leikskólabarna dvelur í 1. bekk. Í september munum við fara í fyrstu kynnisferð í GSS þar sem skólastjóri mun taka á móti hópnum.
Í stundunum er lögð áhersla á fastar venjur í upphafi og enda stunda. Börnin setjast í hring, eftir að hafa dregið sér númer sem segir til um röðina, og eru boðin velkomin í stundina. Allir kynna sig, segja fullt nafn og síðar hvar þau eiga heima og hvenær þau eru fædd. Börnin læra að hlusta og virða rétt þess sem talar, þau vita að röðin kemur að þeim og þjálfast í því að tjá sig fyrir framan hóp. Verkefni dagsins er kynnt og farið með þuluna ,,Einn og tveir, inn komu þeir”. Þá setjast allir í sætin sín og vinna þau verkefni sem fyrir liggja hverju sinni. Ýmis hliðarverkefni eru höfð með á stöðvum til að efla skilning og áhuga barnanna. Við endum svo stundina á að haldast í hendur og þakka fyrir stundina.
Í börnin vinna með sérvalin verkefni sem byggja mikið á leik, vinnu með form, tölur, talningu, ýmiskonar greiningu og flokkun, og eru til þess ætluð að æfa undirstöðuþætti bæði lestrar- og stærðfræðináms sem og nauðsynlega færniþætti. Námsáætlun þar sem áhersluatriði hverrar stundar er sett fram, er send út reglulega yfir veturinn og birt á heimasíðunni.
Markvisst er unnið að því að aðlaga börnin að flutningnum á næsta skólastig. Í haustbyrjun fara þau í heimsókn í grunnskólann, ásamt kennurum sínum, þar sem skólastjóri tekur á móti þeim og kynnir fyrir þeim starfsemina. Þau fara tvisvar yfir veturinn í ,,skiptinemaheimsóknir” í 1. bekk í hópunum, en hópur 1. bekkinga dvelur þá í leikskólanum á meðan. Kennarar þeirra eru ekki með í þeim heimsóknum, en undantekning er þó gerð ef börn þurfa á stuðningi að halda.
Ellý hefur umsjón með skipulagningu þessara verkefna ásamt hópstjórum og samskiptum við grunnskólann og verður með hópstjórunum í stundunum. Kristínar hópur er 2019K en Berglindar hópur er 2019B.
Stundirnar eru hjá árgangi 2019, á mánudögum (2019K) og þriðjudögum (2019B) kl. 10:00, á móti útikennslunni.
Skipulag september til nóvember 2024
2. og 3. sept. Verkefni þar sem formin þríhyrningur, ferhyrningur og hringur eru kynnt. Börnin taka myndir af hvort öðru til þess að setja á forsíðu verkefnamöppunnar.
9. og 10. sept. Verkefnamappan útbúin m.a. gerð forsíða.
16. og 17. sept. Unnið áfram með formin þríhyrning, ferhyrning og hring. M.a. smáhlutir flokkaðir á viðeigandi staði eftir lögun þeirra.
23. og 24. sept. Áframhaldandi vinna með formin: Hvernig myndir er hægt að búa til úr formum.
30. sept og 1. okt. Talning – jafn margir, flestir, fæstir.
7. og 8. okt. Færri en – fleiri en.
14. og 15. okt. Unnið með ýmis stærðarhugtök s.s. stór-lítill, langur-stuttur.
21. okt. og 22. okt. Stuttur-langur, langur-lengri-lengstur, lítill-minni-minnstur.
28. okt. og 29. okt. Röðun eftir stærð.
4. nóv. og 5. nóv. Talning og tölustafurinn 1 sérstaklega tekinn fyrir.
11. og 12. nóv. Talning og tölustafurinn 2 sérstaklega tekinn fyrir.
18. og 19. nóv. Talning og tölustafurinn 3 sérstaklega tekinn fyrir.
25. og 26. nóv. Talning og tölustafurinn 4 sérstaklega tekinn fyrir.
Í október verður skiptinemaheimsóknin í 1. bekk og verður það auglýst þegar sú tímasetning er komin. Hóparnir verða þeir sömu og áður.
Hópur 2019K |
Hópur 2019B |
Atli Héðinn |
Albert |
Bartosz |
Aniela Aurelia |
Bjartey Lilja |
Ástrós Erla |
Guðmundur Breki |
Baldur |
Herkus |
Brynjar Páll |
Maren Milla |
Elsa Signý |
Móeiður Kúld |
Jóhanna Ingibjörg |
Páll Berg |
Júlíana Bella |
Ýmir Páll |
Kenneth Julio |
Ævar Máni |
Asad |
Þulan okkar: Tölurnar
Einn og tveir
inn komu þeir,
þrír og fjórir,
furðustórir,
fimm, sex, sjö og átta,
svo fóru þeir að hátta.
Níu, tíu, ellefu og tólf,
lögðu plöggin sín á gólf,
svo fóru þeir að sofa
og sína drauma lofa.
En um miðjan morgun
hún mamma vakti þá,
þrettán, fjórtán, fimmtán, sextán,
fætur stukku þeir á.
Svo fóru þeir að smala
suður fyrir á,
sautján, átján lambærnar
sáu þeir þá,
nítján voru tvílembdar
torfunum á,
tuttugu sauðirnir
suður við sel.
Teldu nú áfram
og teldu nú vel.