Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga annast sérfræðiþjónustu við Leikskólann í Stykkishólmi. Forstöðumaður er Ingveldur Eyþórsdóttir.
Félags- og skólaþjónustan er til húsa að Klettsbúð 4 á Hellissandi. Sími : 430 7800, Fax : 430 7801
Á vefsíðu félags- og skólaþjónustunnar má finna frekari upplýsingar um starfsemina.
Sérfræðingar FSSF sem koma í leikskólann eru :
Anton Scheel Birgisson, sálfræðingur
Ragnar Hjörvar Hermannsson, talmeinafræðingur
Allar beiðnir til sérfræðinga þurfa að vera skriflegar.
Farsæld barna.
Meginmarkmið Farsældarlaganna er að börn og foreldrar, sem á þurfa að halda, hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Samþætt þjónusta er skipulögð og samfelld þjónusta sem hefur það að markmiði að stuðla að farsæld barns og er veitt af þeim þjónustuveitendum sem eru best til þess fallnir að mæta þörfum barns hverju sinni. Farsæld barna felur í sér að tryggja aðstæður sem skapa barni skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðilegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar samkvæmt nýrri löggjöf um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Foreldrar og börn í Sveitarfélaginu Stykkishólmi hafa aðgang að tengilið í leikskóla sveitarfélagsins.
Tengiliður Leikskólans í Stykkishólmi er: Hulda Birgisdóttir sérkennslustjóri hulda.birgis@stykk.is
Tengiliður hefur hagsmuni barns að leiðarljósi í samstarfi og samráði við foreldra og barn.
Hlutverk tengiliðar er að:
Sjá nánar inn á https://www.farsaeldbarna.is/