Hópastarf á Vík

Hópastarf er 4 sinnum í viku kl. 10 og þar fléttast inn í frjáls leikur, könnunarleikur, föndur, tónlist, hreyfing og annað sem okkur dettur í hug.

Þema vetrarins er það sama á öllum deildum "Umhverfið og við" sem getur verið mjög víðtækt, en á Vík er aðaláherslan á líkamann, litina og Lubbi fléttast að einhverju leiti þar inn í með málhljóðin. Einnig erum við að vinna með vináttuverkefnið Blæ, sem er forvarnarverkefni gegn einelti.
Á Vík er þemavinnan sniðin að þroska og þörfum hvers barns. Hópstjóri hefur umsjón með hópastarfinu í litlum hópum þar sem börnin fá tækifæri til að vinna í hóp, fá leiðsögn og kynningu á efnivið leikskólans. Nú erum við með 3 hópa sem skiptast eftir aldri barnanna.

Guli hópur

Kennari: Karín Rut
Garpur Logi
Gunnar Örn
Sumarliði Lima
Elvar Örn
Gloría Nótt

Árni Björn

 

 

Rauði hópur

Kennari: Sarah og Guðrún
Valdimar Þór
Alan
Hallfríður Hjördís
Adrían Örn
Hrafn Hjaltalín

Olivia Eldey

Frosti

Blái hópur

Kennarar: Edda og Jón

Valborg 

Axel Máni 

Garðar Logi 

Ásgeir Óli

Viktor 

Alexander Elfar 

Markmið með hópastarfi

  • að börnin kynnist öðrum börnum deildarinnar og byrji að mynda félagsleg tengsl.
  • að börnin læri að þekkja hvert annað og treysta hvert öðru.
  • að börnin fái þjálfun og æfist í að vera hluti af stórum eða litlum hóp og grunnurinn lagður að samvinnu.
  • að börnin læri að deila og sýni samkennd
  • að börnin fái tækifæri til að kynnast mismunandi efnivið og aðferðum, prófi sig áfram og öðlist færni.

 

Samkvæmt skólanámskrá:

Þá er hlutverk kennarans að styðja, hvetja og leiðbeina barninu, ásamt því að skapa gott námsumhverfi og vera góð fyrirmynd.

Í skipulögðu starfi leikskólans er unnið eftir könnunaraðferðinni þar sem hún fellur að hugmyndafræði skólans. Í könnunaraðferðinni er unnið út frá því að hvert barn fái tækifæri til að nýta hæfileika sína og rannsaka, skoða og kanna á sínum forsendum. Hugmyndafræði könnunaraðferðarinnar er einnig undir miklum áhrifum Reggio Emilia og stefnir því leikskólinn á að þróa starf sitt nær þeirri hugmyndafræði.

Í skipulögðu starfi er markvisst verið að auðga reynslu barna og þar með nám, í gegnum mismunandi hópastarf.

Könnunarleikur er hluti af námi yngstu barnanna. Í könnunarleik eru börnin að uppgötva efniviðinn og umhverfið á sínum forsendum með því að nota skilningarvit sín og eðlislæga forvitni til að rannsaka og gera tilraunir. Efniviðurinn í könnunarleiknum er margskonar verðlaust efni s.s. dósir, kökubox, öskjur úr pappa eða tré, þvottaklemmur (gamaldags), ullardúskar, rör og pappahólkar, könglar, skeljar, svo eitthvað sé nefnt. Þessir hlutir bjóða upp á óþrjótandi möguleika og er engin ein lausn rétt.

Eldri börnin vinna eftir könnunaraðferðinni. Þá er þema sem tengist áherslum leikskólans, þ.e. umhverfis- og náttúruvitund og sköpun og læsi í víðum skilningi. Oft er þá bók valin sem kveikja og mun hundurinn Lubbi (úr námsefninu Lubbi finnur málbein) vera með í þeirri vinnu. Könnunaraðferðin er hugmyndafræði sem leggur áherslu á að börnin leiði vinnuna og þeirra áhugi og reynsla. Þegar búið er að kveikja áhuga á viðfangsefni er settur upp hugmyndavefur um allt það sem börnin vita um viðfangsefni. Í framhaldi af því er spáð í hvað þau myndu vilja vita meira um og rannsaka. Síðan er það rannsóknarvinnan og að lokum túlka börnin sína þekkingu með sinni sköpun. Börnin eru virkir þátttakendur í að móta nám sitt í könnunaraðferðinni, það myndast lærdómssamfélag þar sem þau læra hvort af öðru og allir fá að blómstra á sínum forsendum, þau kynnast lýðræðislegum vinnubrögðum með því að vinna í hóp og taka sameiginlegar ákvarðanir.

Skráningar

Námsbók barnsins er mappa sem heldur utan um nám barnsins og inniheldur hún einstaklingsnámskrá, einstaklingsskráningar, hópskráningar, skráningar að heiman, viðtöl, gullkorn og margskonar verkefni sem barnið hefur unnið.

Hugmyndafræði uppeldisfræðilegrar skráningar byggir fyrst og fremst á því að hlusta á raddir barna. Við fylgjumst með barni í öllu daglegur starfi, til að skoða styrkleika og nám. Helst er notast við myndavélar og blöð við skráningar, þá aðallega myndir hjá yngri börnum en svo eykst skrifleg skráning eftir þau sem þau eldast og eru farin að tjá sig meira.