Foreldrafélag

Stjórn foreldrafélags leikskólans skipa

Víglundur Jóhannsson, formaður
Sunna Rós Arnarsdóttir, ritari
Orri Þorkell Arason, gjaldkeri
Sólrún Ösp Jóhannsdóttir, meðstjórnandi
Kristín Alma Rúnarsdóttir, meðstjórnandi

Elísabet Lára Björgvinsdóttir fulltrúi leikskóla: leikskoli@stykkisholmur.is / elisabet.lara@stykk.is

Fundargerðir

Lög Foreldrafélags Leikskólans í Stykkishólmi

  1. Félagið heitir Foreldrafélag Leikskólans í Stykkishólmi. Félagsmenn eru foreldrar og forráðamenn barna í leikskólanum og ganga sjálfkrafa í félagið.
  2. Markmið félagsins er að tryggja sem best velferð barna í Leikskólanum í Stykkishólmi.
  3. Markmiði sínu hyggst félagið m.a. ná með eftirfarandi leiðum:
    1. Að hvetja alla foreldra til þess að taka þátt í og hafa aukin áhrif á aðbúnað og störf leikskólans í fullu samráði við starfsfólk.
    2. Að bjóða upp á fræðslufyrirlestra sem nýtast við uppeldi barna.
    3. Að bjóða upp á afþreyingu og skemmtun til þess að lífga upp á tilveruna og byggja upp góðan félagsanda innan félagsins.
  4. Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi og skal skipuð 5 manns. Báðir foreldrar/forráðamenn sitja í stjórninni. Starfsfólk leikskólans á sér einn áheyrnarfulltrúa. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum og kýs formann, ritara og gjaldkera. Æskilegt er að ný stjórn skuli vera skipuð að minnsta kosti 2 fulltrúum úr fráfarandi stjórn.
  5. Árgjald er ákveðið á aðalfundi og er innheimt mánaðarlega um leið og leikskólagjöldin.
  6. Aðalfundur skal haldinn árlega og vera til hans boðað með viku fyrirvara.
  7. Tillögur til lagabreytinga verða að hafa borist stjórn skriflega í síðasta lagi 5 dögum fyrir auglýstan aðalfund.
  8. Lagabreytingar ná því aðeins fram að ganga að 2/3 hlutar fundarmanna greiði þeim atkvæði.