Málörvun

Hér má sjá áhersluatriði leikskólans í málörvun og læsi.

Málreynsla barna fyrir lestrarnám skiptir miklu máli. Sagt hefur verið: ,,Svo læra börnin málið að það er fyrir þeim haft”. Mörg börn fá málörvun strax á fyrstu ævidögum þegar þau eru hvött til að taka þátt í samræðum með hjali sínu. Það að byrja snemma að fara með vísur og þulur, syngja og segja börnunum sögur er talið skipta miklu máli. Vert er að hafa í huga að fyrsta lestrarkennsla á sér stað þegar litla barnið er tekið í fangið, opnuð bók og rætt um myndirnar.

Tungumálið notum við til að tjá hugsanir okkar, tilfinningar og að eiga góð samskipti. Með skipulagðri málörvun og læsisþjálfun er markmiðið að auka hlustunar- og málskilning barnanna, auka orðaforða þeirra og hugtakaskilning sem og tjáningu þeirra, frásagna- og samskiptahæfni.

Starfsfólk leikskólans leitast við að vera góðar fyrirmyndir bæði í máli og öllum samskiptum. Góð samvinna er við Grunnskólann og Tónlistarskólann í Stykkishólmi.

Helstu áhersluatriði sem unnið er að í Leikskólanum í Stykkishólmi

Áherslur:

1-3 ára

3-4 ára

4-5 ára

5-6 ára

Bækur lesnar/sögur sagðar

 

 

 

 

Bækur aðgengilegar

 

 

 

 

Orð og hugtök í bókum útskýrð

 

 

 

 

Orð sett á alla hluti

 

 

   

Virk hlustun – opnar spurningar

 

 

 

 

Lubbi finnur málbein - Hljóðasmiðja Lubba

 

 

 

 

Tákn með tali

 

 

 

 

Tónlist, sönglög og þulur

 

 

 

 

Samverustundir

 

 

 

 

Umræður og spjall

 

 

 

 

Frásagnir

 

 

 

 

Myndsköpun út frá upplifunum eða reynslu

 

 

 

 

Skipulagðir málörvunartímar

 

 

 

 

Æfingar og leikir til að styrkja hljóðkerfisvitund

 

 

 

 

Læsishvetjandi leikir fyrir spjaldtölvur

 

 

 

 

Ritmál sýnilegt- gott aðgengi að ritföngum /pappír

 

 

 

 

Stafir og tölustafir uppi á vegg

 

 

 

 

Sjónrænt skipulag

 

 

 

 

Möppur barnanna – skráningar

 

 

 

 

Skólastundir elstu nemendanna - samstarf við GSS

 

 

 

 

Heimsóknir á Amtsbókasafnið í Stykkishólmi

 

 

 

 

Heimsóknir í Tónlistarskólann

 

 

 

 

Tónleikar í leikskólanum

 

 

 

 

Tvítyngd börn

 

 

 

 

Samskiptabækur

 

 

 

 

Sérkennsla

 

 

 

 

Snemmtæk íhlutun-sérfræðiþjónusta

 

 

 

 

Íslenski þroskalistinn – Íslenski smábarnalistinn

 

 

 

 

Efi-2

 

 

 

 

Hljóm-2

 

 

 

 

 

Nánari útskýringar á hverjum þætti má sjá hér