Á aðalfundi foreldrafélags leikskólans var skipuð ný stjórn félagsins:
Víglundur Jóhannsson, formaður
Gunnhildur Gunnarsdóttir, ritari
Sara Rún Guðbjörnsdóttir, gjaldkeri
Kristín Alma Rúnarsdóttir
Björg Gunnarsdóttir
Foreldraráð skipa:
Monika Cubero
Óttar Sigurðsson
Guðbjörg Arna Evudóttir
Maxímús Músíkús er án efa frægasta og færasta tónlistarmús Íslands og þó víðar væri leitað, en bækurnar um hann hafa notið gífurlegra vinsælda meðal íslenskra barna og hafa farið sigurför um heiminn. Maxímús ásamt Dagnýju Marinósdóttur flautuleikara og tónlistarkennara komu og heimsóttu okkur í gær í boði foreldrafélagsins. Börnin tóku vel á móti þeim og voru til mikils sóma á sýningunni.
Miðvikudaginn 28. maí fór fram formleg útskrift elstu nemenda leikskólans. Börnin undirbjuggu dagskrá og buðu fjölskyldum sínum á viðburðinn. Þau völdu sér tvö lög til að vinna með, þau vinsælustu þegar líða fór á veturinn, Róa með VÆB og Ég er frjáls úr sýningu Þjóðleikhússins á Frost. Allir skemmtu sér vel og sýndu börnin mjög mikla útsjónarsemi við undirbúninginn. Tuttugu börn útskrifast þetta vorið og eru þau búin að fá nasaþefinn af grunnskólanum, bæði með heimsóknum þangað í vetur og vorskóla í þrjá daga í maí eftir hádegi. Sjá má myndir frá útskriftinni og fleiru úr starfinu á myndasíðunni okkar.