Val er umgjörð um frjálsan leik barnanna. Þar geta börnin valið um ýmis svæði og viðfangsefni og æfast í því að standa við sitt val og að bíða, því ekki er alltaf laust pláss í því sem þau vilja.
Valsvæðin fyrir hádegi eru 5-7 talsins hverju sinni. Það er innandeildar val og sett upp í ákveðnu valkerfi á Ási og stendur fram að hópastarfinu (söngstund á föstudögum).
Eftir söngstund á föstudögum upp úr kl. 10 opnast svo svæði og deildir og börnunum er frjálst að velja sér stöðvar og svæði eftir því sem þau kjósa hverju sinni. Það köllum við ,,flæðival". Tekið er þó mið af veðri og ef verðrið er mjög gott er yfirleitt farið út.