60 ára afmæli leikskólans

Nú þegar afmælisvikan okkar er að líða viljum við minna á afmælishátíðina sem haldin verður í sal tónlistarskólans á morgun, laugardaginn 7. október og hefst dagskráin kl. 13:00. Fylgjast má með því sem er á döfinni og ýmsu öðru varðandi afmælið á facebook síðu hátíðarinnar sem heitir Leikskólinn í Stykkishólmi 60 ára og er öllum opin.

Á hátíðinni má sjá brot af sögu og starfi leikskólans þessi 60 ára og ýmislegt verður til skemmtunar. Forseti Íslands og forsetafrú verða sérstakir gestir á hátíðinni. Kaffiboð að hætti leikskólabarna verður að dagskrá lokinni.