Aðalfundur foreldrafélagsins

Stjórn foreldrafélags Leikskólans í Stykkishólmi skólaárið 2024-2025. Orri Þorkell Arason gjaldkeri,…
Stjórn foreldrafélags Leikskólans í Stykkishólmi skólaárið 2024-2025. Orri Þorkell Arason gjaldkeri, Víglundur Jóhannsson formaður, Kristín Alma Rúnarsdóttir meðstjórnandi, Sólrún Ösp Jóhannsdóttir meðstjórnandi og Sunna Rós Arnarsdóttir ritari.

Aðalfundur foreldrafélags leikskólans var haldinn í sal leikskólans þriðjudaginn 24. september kl. 20:00. Stjórnin gaf öll kost á sér aftur til stjórnar næsta skólaár. Víglundur Jóhannsson formaður, Orri Þorkell Arason gjaldkeri, Sunna Rós Arnarsdóttir ritari, Kristín Alma Rúnarsdóttir og Sólrún Ösp Jóhannsdóttir meðstjórnendur.  Auk þess var kosið í foreldraráð en það verður þannig skipað næsta skólaár: Greta María Árnadóttir formaður, Berglind Lilja Þorbergsdóttir, Monika Cubero og Guðbjörg Arna Evudóttir. Mjög dræm mæting var á fundinn en auk stjórnar og formanns foreldraráðs voru 3 foreldrar mættir. Villi formaður fór yfir það sem gert var á síðasta skólaári og Orri gjaldkeri fór yfir reikningana. Sigrún leikskólastjóri sagði frá því helsta sem er á döfinni í leikskólanum. Góðar umræður voru, m.a. um hvernig væri hægt að efla þátttöku og áhuga foreldra fyrir félaginu í ljósi dræmrar mætingar á aðalfund, skiptir fundartíminn t.d. máli? Nokkuð góð þátttaka hefur þó verið á viðburði á vegum félagsins en oft þarf fleiri hendur. Sjá má fundargerð aðalfundarins hér á heimasíðunni undir þjónusta-foreldrafélag.