Aðalfundur foreldrafélagsins er á fimmtudag í næstu viku, þann 29. september, ekki í kvöld!

Aðalfundurinn verður í næstu viku, ekki í kvöld eins og áður hafði verið auglýst með tölvupósti og biðjumst við afsökunar á þessum ruglingi. Á þeim fundi ætla þær Gunnhildur Gunnarsdóttir og Rebekka Rán Karlsdóttir að vera með erindi um mikilvægi hreyfingar fyrir börn. Einnig verða hefðbundin aðalfundarstörf þar sem farið verður yfir starf leikskólans og kosið í nýja stjórn foreldrafélagsins.