Í dag opnaði fjórða deildin við leikskólann og hefur hún fengið nafnið Bakki. Deildin er í 60 fermetra húsi á lóð leikskólans. Þar verða yngstu börn leikskólans í vetur. Strax klukkan 8 byrjuðu þar tvær stúlkur sem fluttu af Vík og kl. 9 mættu fimm börn í viðbót í aðlögun með foreldrum sínum. Von er á tveimur börnum í viðbót nú í nóvember og eftir áramótin bætist svo í hópinn þegar fleiri börn ná eins árs aldrinum. Deildarstjóri á Bakka er Bergdís Eyland Gestsdóttir og með henni þar er Sigríður Sóley Þorsteinsdóttir.