Fagháskólanám

Fyrsta árið er tekið á tveimur vetrum og er þannig uppbyggt að einn morgun í viku eru þær í fjarnámstímum, frá kl 8:30 til 11:30. Þær hafa þá aðstöðu hér til að vera í tímanum og hafa einnig aðgang að tölvu, prentara og öðru sem þær þurfa við námið. Nú eru 6 nemendur við háskóla hér í leikskólanum en það eru: Karín Rut, Joanna, María og Sunna Rós í fagháskólanáminum. Svo er Sigríður Sóley að byrja í leikskólakennaranámi við HÍ (ekki fagháskólanámið) og Hjalti Hrafn var að byrja í meistaranámi í yngri barna kennslu.

Við fögnum þessu og vitum að þetta hefur jákvæð og góð áhrif á allt starf leikskólans.