Framkvæmdir við Bakka hafnar

Nú í morgun hófust fyrstu framkvæmdir við lausa kennslustofu við leikskólann. Þar verður fjórða deild leikskólans með allra yngstu nemendunum og mun fá nafnið Bakki.

Húsið hefur verið í notkun við Listaháskóla Íslands við Skúlagötu í Reykjavík og hentar vel fyrir leikskólann með minniháttar breytingum á innréttingum.  Hönnun þessara breytinga er lokið og samið hefur verið um flutninga skólastofunnar og ráðinn verktaki.
Framkvæmdir munu halda áfram næstu daga og mun Þorbergur Bæringsson byggingameistari sjá um verkið.  Opnun Bakka er fyrirhuguð í lok september. Í nánustu framtíð er svo gert ráð fyrir því að byggja við leikskólahúsið í samræmi við eldri hönnun og þá mun lausa kennslustofan víkja.

Bæjarstjóri hefur sent út tilkynningu um málið sem lesa má á heimasíðu Stykkishólmsbæjar.