Við biðjum ykkur að fylgast vel með fréttum og eins að skoða tölvupóst sem sendur var miðvikudaginn 24. maí varðandi skiptingu á börnum í leikskólanum ef til verkfalls kemur.
Ef af verkfalli verður er eldhúsið alveg lokað í leikskólanum nema að leikskólastjóri má sækja ávexti sem gefnir verða eins og vanalega um kl 10:00.
Það er því mjög mikilvægt að börnin sem mega mæta skv. skipulagi sem búið er að senda, verði búin að borða morgunmat áður en þau koma í leikskólann.
Enn hefur ekki verið boðað til samningafundar og því meiri líkur á því að verkfall skelli á eftir helgina.
Með kveðju frá leikskólanum.