Gjaldfrjáls desember?

 

Á fundi bæjarstjórnar, 2. nóvember 2023 var fjallað um styrkingu leikskólans og betri vinnutíma.
Eftirfarandi var samþykkt:

• Á þessu skólaári verður lokað 22. desember 2023 og 2. janúar 2024.

• Lágmarks starfsemi verður milli jóla og nýárs (27. 28. og 29. desember) og skrá þarf í þá daga fyrir 22. nóvember 2023 og gjöld felld niður fyrir þá 3 daga ef þeir eru ekki nýttir.

• Foreldrar fá gjaldfrjálsan desembermánuð 2023 (almennt gjald en ekki fæði) gegn því að börnin séu skráð í aðra af eftirfarandi leiðum fyrir 22. nóvember 2023:

1. Ein vika fyrir eða eftir sumarfrí og dymbilvika (samtals 8 dagar). Elstu börnin nýta þá vikuna fyrir sumarfrí.
2. Tvær vikur samliggjandi sumarfríi, t.d. fyrir og eftir frí eða tvær vikur fyrir eða eftir frí (samtals 10 dagar). Elstu börnin nýta þá tvær vikur fyrir sumarfrí.

SKRÁNING FER FRAM Í TÖLVUPÓSTI LEIKSKÓLANS.

 

Til upplýsinga er meðfylgjandi tillaga bæjarráðs, eftir umfjöllun í skóla- og fræðslunefnd, um betri vinnutíma í tengslum við styrkingu leikskólans í Stykkishólmi sem samþykkt var samhljóða í bæjarstjórn fimmtudag 2. nóvember 2023.

https://stykkisholmur.oneportal.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=WRh8pEByJUaOAThd15nq3A&meetingid=1rqix08uFUaNf2FnruWdpQ1&filename=Till%C3%B6gur%20um%20betri%20vinnut%C3%ADma%20-%20B%C3%A6jarr%C3%A1%C3%B0%20-%2019.%20okt%C3%B3ber%202023%20-%20Lokaskjal%20(eftir%20b%C3%A6jarr%C3%A1%C3%B0).pdf&cc=Document