Í morgun komu færandi hendi þau Björn Ásgeir og Rebekka Sóley frá Björgunarsveitinni Berserkjum og færðu okkur að gjöf öryggisvesti á nemendur okkar og einnig endurskinsmerki sem sett verða í hólf barnanna. Við þökkum kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem á eftir að nýtast okkur vel í skammdeginu því eins og við vitum öll eru börnin töluvert á ferðinni og við viljum að þau sjáist vel.