Gjöf frá foreldrafélaginu

   

Á dögunum færði foreldrafélagið okkur að gjöf 12 endurskinsvesti með ljósum til að nota í útikennslunni. það var Sara Rún gjaldkeri félagsins sem kom og afhenti Hjalta Hrafni sem umsjón hefur með útikennslunni vestin. Skrímslahópurinn á Ási fór í fyrstu ferð í vestunum á mánudaginn og Draugahópurinn fylgdi svo í kjölfarið morguninn eftir. Vestin nýtast aldeilis vel ekki síst núna í skammdeginu og þökkum við foreldrafélaginu innilega fyrir gjöfina og góðvild þeirra í okkar garð.