Anne Helenne, móðir Ingvars Njáls kom með búninga að gjöf til okkar en hún rekur vefverslun með búningum fyrir börn. Við þökkum henni kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf en þetta eru um 30 búningar sem hún færði leikskólanum. Þessir búningar eru af ýmsum stærðum og verða örugglega mikið notaðir hér.