Gjöf til leikskólans

Hrafnhildur Hlín, móðir þriggja drengja sem hafa verið og eru enn hér í leikskólanum, kom færandi hendi í morgun og gaf leikskólanum hljóðfæri sem eiga eftir að nýtast vel í starfinu. Hrafnhildur rekur vefverslunina hjal.is og við þökkum henni kærlega fyrir að hugsa svona vel til okkar.