Hátíðarhöld í leikskólanum

Þann 11. nóvember var þjóðhátíðardagur Póllands haldinn hátíðlegur í leikskólanum. Rauðir og hvítir litir voru áberandi litir þennan dag þ.e. pólsku fánalitirnir. Ýmislegt var gert til skemmtunar, andlitsmálað, sungið, dansað og borðaður pólskur matur o.fl. Hátíðin var haldin í góðu samstarfi við foreldraráðið og pólska foreldra nemenda okkar sem bökuðu m.a. kökur til að lofa okkur að smakka á. Góð þátttaka var og það gladdi okkur að fá pólskættaða nemendur grunnskólans til að taka þátt með okkur, ásamt mörgum foreldrum. Myndir frá þessum skemmtilega degi má sjá inni á myndasíðum.