
Elstu nemendur leikskólans lögðu land undir fót og heimsóttu Systraskjól miðvikudaginn 19. nóvember. Þar var mikið sungið og trallað og gleði skein úr hverju andliti, bæði ungra og aldinna. Við létum ekki bleytu og slabb á okkur fá en þetta er töluverður göngutúr fyrir stuttar fætur.