20.12.2019
Litlu jólin voru haldin í leikskólanum miðvikudaginn 18. desember og hófust að venju með helgileik elstu nemendanna. Búningarnir sem notaðir eru í leiknum eru mjög gamlir og saumaðir af St. Fransiskussystrum. Vekja þeir alltaf mikla athygli auk þess að margir foreldrar rifja gjarnan upp við þetta tækifæri hvaða hlutverk þeir höfðu á sínum tíma. Eftir leikinn tók við jólaball en þar spiluðu Villi og Matti fyrir okkur jólalögin og jólasveinar komu í heimsókn og færðu börnunum gjafir. Við þökkum öllum þeim sem hjálpuðu okkur við að gera þetta að góðum degi. Myndir af helgileiknum og undirbúningi fyrir hann eru komnar inn á myndasíðu leikskólans og einnig nokkrar frá jólaballinu. Það á væntanlega eftir að bætast í þá möppu næstu dagana.