Hjóladagur á sumarhátíðinni

Sumarhátíðin tókst vel í morgun. Nú var bryddað upp á þeirri nýbreitni að hafa hjóladag samhliða sumarhátíðinni. Við fengum hjálp frá Royal Rangers skátum frá Bandaríkjunum við að aðstoða börnin með hjólin og einnig var hægt að mála úti við trönur, blása sápukúlur, kríta og fleira. Vð fengum svo fjóra lögreglumenn á tveimur lögreglubílum í heimsókn. Þau skoðuðu hjólin og hjálmana og gáfu öllum viðurkenningarlímmiða frá lögreglunni. Að sjálfsögðu vorum við svo kvödd með sírenum og bláum blikkandi ljósum. Í hádeginu voru grillaðar pylsur. Góður dagur þó vissulega hefði mátt vera aðeins sumarlegra. Myndir eru komnar inn á myndasíðuna og fleiri eiga eftir að bætast við.