Í útikennslu á óvissutímum

Á þessum undarlegu tímum sem við nú upplifum hefur aldeilis komið sér vel sú ákvörðun leikskólans að hefja útikennslu og nýta þannig svæðið okkar og mannauðinn í leikskólanum. Þarna er auka kennslustofa sem tveir elstu árgangar leikskólans nýta sér í smáum hópum, hver hópur einn dag í viku. Í maí síðast liðnum hófust tilraunir með þessa kennslu sem hefur verið í sífelldri þróun síðan. Þessi mynd var tekin í hádeginu í dag þegar börnin fengu matarsendinguna sína, sjóðheita íslenska kjötsúpu og svo er auðvitað vel við hæfi að fá sér heitt kakó líka. Það er skemmst frá því að segja að börnin kunna vel að meta skógarferðirnar og þá dásemdar upplifanir sem Nýræktin okkar hefur upp á að bjóða.