Jólaföndur Foreldrafélagsins

Jólaföndur foreldrarfélagsins verður haldið í leikskólanum dagana 28. nóv á Bakka, 29. nóv á Vík, 30. nóv á Nesi og 1. desember á Ási.

Við byrjum kl 15:00 og leikskólinn býður upp á heitt súkkulaði og svo eru mandarínur og eitthvað fleira gott að borða. Þetta eru alltaf ánægjulegar stundir og marka upphaf aðventunnar í leikskólanum.