Jólakveðja frá Leikskólanum

Litlu jólin og helgileikurinn tókust mjög vel  og sem betur fer gátum við streymt beint til forelda elstu barnanna helgileiknum.

Við fengum  einn jólasvein í heimsókn og gættum ýtrustu sóttvarna og var sveinki með grímu undir öllu skegginu :)

Vík og Bakki héldu sín litlu jól alveg sér og fengu líka jólasvein í heimsókn en sá sveinn kom innan úr húsi. Berglind Ósk lék Stúf af mikilli snilld og við þökkum henni fyrir það. Foreldrafélagið sá um gjafir að vanda og við færum þeim okkar bestu þakkir fyrir samvinnuna og góðar kveðjur til okkar fyrir þessi jól.

Í þessari viku stefnum við að rólegheitum í leikskólanum og síðasti dagurinn okkar er 23. desember.

Við höfum notið aðventunnar hér á aðeins annan hátt en undanfarin ár og notið þess að föndra og leika okkur hér úti og inni. Útinámið verður fram að Þorláksmessu

Nú er búið að skipuleggja starfið á milli jóla og nýárs og við tökum ekki við fleiri börnum þá daga en búin eru að sækja um nú þegar. Okkur þykir þetta mjög gott skipulag fyrir börn, foreldra og kennara í leikskólanum. Þá gefst okkur betra tækifæri á því að skipuleggja starfið vel og það stefnir í mjög notalega og góða daga. Við höfum sent út til foreldra hvaða kennarar taka á móti börnunum hvern dag og hvað verður að borða.

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla með þökkum fyrir árið sem er að líða.