Kirkjuferð

Þrír elstu árgangarnir hjá okkur (2013,2014,2015) fóru í kirkjuferð 11. desember, rúta kom og sótti börnin hingað í leikskólann og fór með þau í kirkjuna. Í kirkjunni sungu börnin 2 lög fyrir grunnskólann og aðra gesti. Á heimleiðinni var tekinn auka hringur um bæinn sem vakti mikla lukku.