Konudagskaffi í leikskólanum

Í tilefni af Konudeginum 24. febrúar s.l. buðum við þeim kvenmönnum sem skipa stóran sess í lífi barnanna í konudagskaffi föstudaginn 22. febrúar. Þar mátti sjá mæður, ömmur, langömmur, frænkur, vinkonur og systur sem fengu sér vöfflur, kleinur og skúffuköku með okkur. Kaffihús var sett upp í salnum og höfðu börnin útbúið skreytingarnar dagana á undan. Ýmis verkefni voru í boði inni á deildum auk þess sem verkefnamöppur barnanna lágu frammi en þau eru alltaf jafn stolt að sýna fólkinu sínu verkin sín.