Föstudaginn 21. febrúar buðu nemendur leikskólans þeim konum sem skipa stóran sess í lífi þeirra í vöfflu- og kleinukaffi í tilefni konudagsins. Mjög góð mæting var og má áætla að vel yfir 300 konur (langömmur, ömmur, mæður, systur, frænkur og vinkonur) hafi mætt í leikskólann af þessu tilefni. Sett var upp kaffihús í salnum þar sem borð voru skreytt með blómavösum og blómum sem börnin höfðu útbúið. Inni á deildum voru það möppur barnanna sem vöktu mesta eftirtekt en í þær safna börnin myndverkum sínum og ýmsum verkefnaskráningum sem þau sýndu gestum sínum með stolti og gleði, auk þess sem ýmiskonar efniviður til leikja var uppivið. Við vorum mjög ánægð með daginn og þökkum fyrir frábæra þátttöku í konudagskaffinu.