19.11.2018
Kvenfélagið Hringurinn í Stykkishólmi afhenti leikskólanum nýlega kennsluefnið Vináttu sem er eineltisverkefni Barnaheilla og við höfum áður sagt frá. Fyrir áhugasama má finna upplýsingar á síðu Barnaheilla https://www.barnaheill.is/is/forvarnir-og-fraedsla/vinatta .
Það var Elísabet Lára Björgvinsdóttir leikskólastjóri sem ásamt nokkrum nemendum af Ási tók formlega á móti gjöfinni frá fulltrúa kvenfélagsins Þórhildi Pálsdóttur, en hún er formaður Barnasjóðs kvenfélagsins. Þökkum við kvenfélaginu vel fyrir velvildina í okkar garð.