Lausar stöður í Leikskólanum í Stykkishólmi

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausar stöður frá 12. ágúst n.k.
100% stöður deildarstjóra
100% staða sérkennslustjóra
100% stöður leikskólakennara
Gerð er krafa um:
? Leikskólakennaramenntun
? Góða tölvu- og íslensku kunnáttu
? Færni í samskiptum
? Metnað fyrir leikskólakennslu
Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar til starfa, munu aðrar umsóknir koma til greina.
Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg.
Athugið að störfin henta bæði konum og körlum.
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum Kennarasambands Íslands og viðeigandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar um störfin gefur Elísabet Lára Björgvinsdóttir leikskólastjóri í síma 433-8128/898-5855 eða á netfanginu leikskoli@stykkisholmur.is.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Stykkishólmsbæjar og á vef bæjarins www.stykkisholmur.is á íbúagáttinni.

Umsóknarfrestur er til 26. apríl 2019.