Leikskólastarf hafið á nýju ári

Þorbergur Bæringsson gerir forvitnum bæjarstjóra grein fyrir framkvæmdum. Á myndinni er einnig annar…
Þorbergur Bæringsson gerir forvitnum bæjarstjóra grein fyrir framkvæmdum. Á myndinni er einnig annar hvor Sauranna.

Ekki var annað að sjá en börnin í Leikskólanum í Stykkishólmi væri fegin því að mæta aftur í leikskóla eftir jólafríið. Leikskólinn opnaði á ný eftir jólafrí nú í morgun. Endurbætur á húsnæði leikskólans eru langt komnar en gert er ráð fyrir að viðbyggingin verði tilbúin í lok febrúar. Einnig hefur risið nýr geymsluskúr á lóð leikskólans þar sem útileikföng og ýmis áhöld eru geymd. Hæðin á skúrnum hefur vakið mikla lukku á meðal barnana sem jafnan tala um blokkina, eru þar með orðnar tvær blokkir í Stykkishólmi.