23.08.2016
Leikskólinn opnaði á ný eftir sumarfrí mánudaginn 8. ágúst og hefur þessi fyrsta vika einkennst af aðlögun og flutningi nemenda á milli deilda sem tekur mislangan tíma eftir aldri barnanna. Þetta hefur allt gengið vel og í næstu viku byrja nýir nemendur í aðlögun en von er á nýjum nemendum á allar deildir. Við bjóðum þau og fjölskyldur þeirra velkomin í Leikskólann í Stykkishólmi.