Leikskólinn í jólasamverustund skólanna í kirkjunni.

Í morgun fórum við í hina árlegu jólasamverustund skólanna í Stykkishólmi sem haldin var að venju í Stykkishólmskirkju. Löng hefð er orðin fyrir þessari samveru eldri deilda leikskólans, yngri bekkja grunnskólans og tónlistarskólans. Að venju fluttu leikskólabörnin nokkur lög og höfðu gaman af ferðinni, ekki síst þar sem við fórum í rútu með Gumma bílstjóra sem tók hefðbundinn jólaljósarúnt á leiðinni í leikskólann aftur. Þriðji bekkur flutti helgileik og nokkrir af nemendum tónlistarskólans fluttu tónlistaratriði ýmist með kennurum sínum eða einleik.