Leikskólinn í tölum

Leikskólinn í haust: Nú eru 84 börn á skrá hér og verða 88 um áramótin. Svo eru börn sem verða árs gömul fljótlega eftir áramótin.

  1. Leikskólinn, börnin: Hér eru 18 börn fædd 2018, 20 börn fædd 2019, 19 börn fædd 2020, 13 börn fædd 2021 og 14 börn fædd 2022. Það eru fjögur börn fædd 22 sem koma inn um áramótin.
  2. Ás: á Ási eru 24 börn fædd 2018 og 2019 sem eru í 190,7 dvalartímum á dag að meðaltali 7,9 tímum. Það eru 16 drengir og 8 stúlkur á Ási, kennarar eru sex í mismunandi stórum stöðum. Á Ási eru töluð fimm tungumál.
  3. Nes: á Nesi eru 25 börn fædd 2019 og 2020 sem eru í 195, 2 dvalartímum á dag að meðaltali 7,8 tímar. Það eru 15 drengir og 10 stúlkur á Nesi. Þar eru sex kennarar í misstórum stöðuhlutföllum. Á Nesi eru töluð fimm tungumál.
  4. Vík: á Vík eru 19 börn sem eru dædd í 152,2 dvalartímum á dag að meðaltali 8,0 tímar. Það eru 16 drengir og 4 stúlkur. Á Vík eru 6 kennarar, ekki öll í 100% stöðu og þar eru töluð 4 tungumál.
  5. Bakki: á Bakka eru núna 10 börn í 77,0 dvalartímum á dag, meðaltal 7,7 tímar. Það eru 2 drengir og 8 stúlkur á Bakka og það eru fimm kennarar á Bakka í misstórum starfshlutföllum og þar eru töluð fimm tungumál.
  6. Tungumál í leikskólanum: af 84 börnum tala flest íslensku sem móðurmál, það eru 18 börn sem eru með íslensku sem annað mál. Flest tala þau pólsku en önnur tungumál eru t.d. litháenska, slóvakíska, ungverska, portugalska, tælenska og spænska.
  7. Starfsfólk: Starfsmenn eru núna 31, þar af eru sex með leikskólakennaramenntun og fjórir með aðra háskólamenntun. Í fagháskólanámi til leikskólakennara eru núna tveir starfsmenn en það er háskólanám með meiri stuðningi og fyrsta árið tekið á lengri tíma og þetta nám er sérstaklega ætlað þeim sem eru búin að vinna lengi í leikskólanum. Einn starfsmaður er í mastersnámi í kennslu yngri barna og einn í fjarnámi í leikskólakennarfræðum og einn í doktorsnámi á menntavísindasviði. Það eru tveir starfsmenn á örorkuvinnusamning og tveir í fæðingarorlofi. Hér starfa núna þrír karlar og 28 konur og töluð fjögur tungumál í starfsmannahópnum. Við hvetjum og styðjum starfsfólkið til að leita sér menntunar og öllum sem telja sig þurfa fara á íslenskunámskeið á kostnað leikskólans. Um áramótin þurfum við að ráða í stöðu inn á Bakka þegar það byrja fleiri börn þar. (Sjá auglýsingu).