Lesstund á pólsku

Í haust byrjuðum við á þeirri nýbreytni að hafa lesstund fyrir þá nemendur leikskólans sem eru með pólsku að móðurmáli. Við erum núna með 9 börn af pólskum uppruna og 3 kennara. Um áramótin bætast við 2 börn í þennan hóp. Þetta hefur mælst vel fyrir hjá börnunum og þessir tímar eru nýttir í spjalla og annað sem þeim dettur í hug, eins og föndur og spil. Á þessum myndum er Monika að lesa fyrir hópinn. Við eigum aðeins af bókum á pólsku og eins hafa kennarar komið með bækur að heiman.