Litlu jólin og helgileikurinn
26.01.2017
Litlu jólin voru haldin í leikskólanum föstudaginn 16. desember. Þau hófust á hinum hefðbundna helgileik elstu nemendanna, en löng hefð er fyrir honum hér í leikskólanum og búningarnir komnir vel til ára sinna. Eftir leikinn var svo tekið til við að dansa í kringum jólatréð og sáu tveir feður hér þeir Víglundur og Sigmar Logi um að spila og syngja fyrir okkur. Þökkum við þeim vel fyrir. Tveir mjög skemmtilegir jólasveinar létu líka sjá sig, dönsuðu með okkur og færðu svo krökkunum pakka. Eftir allt fjörið var svo sest niður við að borða hátíðarmatinn, steikt lambalæri og meðlæti að hætti þeirra Ellu og Sissu í eldhúsinu. Myndir er hægt að sjá inni á myndasíðu Áss.