Litlu jólin og helgileikurinn

Í morgun voru litlu jólin í leikskólanum. Haldið var í gamlar hefðir og hófst dagskráin með helgileik elstu nemenda okkar. Síðan fengum við þá Villa og Matta sem báðir eru í foreldrahópi leikskólans til að spila fyrir dansi í kringum jólatréð og að lokum komu fjórir jólasveinar sem færðu börnunum gjafir. Við þökkum öllum þeim sem hjálpuðu okkur að gera daginn skemmtilegan. Myndin af helgileiksbörnum var tekin á æfingu í gær. Fleiri myndir frá litlu jólunum og helgileiknum munu koma inn síðar.