Síðustu þrjá mánudaga hafa átt sér stað nemendaskipti á milli elsta nemendahóps leikskólans og 1. bekkjar grunnskólans. Er það liður í samstarfi skólanna og ætlað að auðvelda börnunum flutninginn á milli skólastiganna. Þetta voru 3 hópar elstu nemenda leikskólans sem eru 17 talsins. Hver hópur dvaldi í 2 klukkustundir í 1. bekk á meðan að hópur þaðan var í leikskólanum. Nemendum 1. bekkjar finnst skemmtilegt að heimsækja gamla skólann sinn og fögnum við því að fá að fylgjast með þeim aðeins áfram eftir að þau eru útskrifuð frá okkur. Þessar heimsóknir eru tvisvar yfir veturinn. Framundan er svo vorskóli elstu nemenda leikskólans í grunnskólanum í maí þar sem þau dvelja í 3 daga eftir hádegi og kynnast þeim kennurum sem koma til með að taka við þeim í haust. Á myndasíðunni má sjá myndir úr heimsóknunum í leikskólann.