Ný stjórn foreldrafélags leikskólans

Aðalfundur Foreldrafélags Leikskólans í Stykkishólmi var haldinn í gærkvöldi í sal skólans, Mostraskeggi. Kosin var ný stjórn fyrir skólaárið 2019-2020 og í henni sitja:
Klaudia Sylwia Gunnarsdóttir, formaður
Ingunn Alexandersdóttir, gjaldkeri
Anna Margrét Ólafsdóttir, ritari
Elva Rún Óðinsdóttir, meðstjórnandi
Ósk Hjartardóttir, meðstjórnandi
Fundurinn samþykkti að félagsgjaldið yrði kr. 450,- fyrir hvert barn á mánuði frá 1. nóvember.
Enn vantar tvo fulltrúa í foreldraráð leikskólans og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband við leikskólastjóra.