Ný stjórn Foreldrafélags Leikskólans í Stykkishólmi

Aðalfundur Foreldrafélags Leikskólans í Stykkishólmi var haldinn fimmtudaginn 30. september. Kjörin var ný stjórn en síðasta stjórn hafði þá setið í tvö ár. Í nýrri stjórn sitja: Heiða María Elfarsdóttir formaður, Kristín Rós Jóhannesdóttir gjaldkeri, Klaudia Sylwia Gunnarsdóttir ritari og meðstjórnendur eru Elfa Dögg Hrafnsdóttir og Leah Bernadette Surban Corpin. Leikskólinn þakkar fráfarandi stjórn fyrir góða samvinnu og velviljan í garð leikskólans en leikskólastjóri nefndi m.a. á fundinum hversu mikilvægt foreldrafélagið er fyrir starfið í leikskólanum. Eftir venjuleg aðalfundarstörf og kosningu stjórnar flutti Heiðar María Elfarsdóttir skólahjúkrunarfræðingur mjög fróðlegt  erindi um smitleiðir barna og barnasjúkdóma. Fundargerðir foreldrafélagsins má jafnan finna á síðu þeirra á heimsíðu leikskólans.