Opnað á ný

Leikskólinn hefur nú opnað aftur eftir sumarleyfi. Aðlaganir á milli deilda standa yfir og eru nýjir nemendur að hefja aðlögun á öllum deildum. Bjóðum við nýja nemendur og fjölskyldur þeirra velkomnar. Nokkrar breytingar hafa orðið í kennarahópnum. Rebekka Rán, Sara Diljá, Sigurlína og Kristrún hættu störfum um sumarleyfi og Sólbjört fór í árs leyfi. Karín Rut hefur verið ráðin í stöðu deildarstjóra á Vík í eitt ár og Sigrún Anna er að taka við deildarstjórastöðu á Ási þar sem Ellý mun snúa sér meira að sérkennslu auk þess að vera áfram aðstoðarleikskólastjóri. Ólafur Ingi Bergsteinsson hóf í dag störf á Ási og Sigríður Sóley Þorsteinsdóttir byrjar á Vík 21. ágúst. Hjalti Hrafn Hafþórsson mun hefja störf í byrjun október. Þann 15. ágúst byrjar svo Rúna Ösp Unnsteinsdóttir í vinnu hér skv. örorkuvinnusamningi frá kl. 13-14. Enn hefur ekki verið fullráðið í allar stöður.